News

Viðtal í Morgunblaðinu október 2017

Gudrun Hrund


Hugmyndin á bak við GRUNNHÚFUNA/BASE - The story behind the BASE

Gudrun Hrund

Hugmyndin á bak við GRUNNHÚFUNA/BASE - The story behind the BASE

  Mig langar að segja ykkur nánar frá hugmyndinni á bak við GRUNNHÚFUNA/BASE en hún er ein vinsælasta varan í versluninni okkar eins og er. Reynsla mín af hármissi varð til þess að ég ákvað að hefja hönnun á húfunni. Mér fannst einfaldlega vanta eitthvað á markaðinn af höfuðfatnaði fyrir konur í þessum sporum sem vildu nota eitthvað annað en hárkollu og sérstaklega eitthvað sem gerði höfuðlagið eðlilegra og skapaði fyllingu sem skorti augljóslega þegar hárið var farið. Slæða eða smart klútur gerir ekki mikið fyrir hárlausa konu nema að ákveðnu marki. Þá kviknaði þessi hugmynd að húfu sem væri...


Varanleg förðun á augabrúnir - já eða nei?

Gudrun Hrund

Ég hef aldrei verið með sérstaklega áberandi né dökkar augabrúnir en eftir að þær nánast hurfu eftir mína þriðju lyfjameðferð fannst mér tími til kominn í að gera eitthvað í málinu. Það vantar SVO mikið á andlitið þegar augabrúnirnar hverfa og er eiginlega meira áfall en að missa hárið . Ég tók þá ákvörðun eftir töluverða umhugsun að fá mér varanlega förðun (tattú) á augabrúnirnar. Eftir rannsóknarvinnu, fyrirspurnir og meðmæli ákvað ég að fara til hennar Ingu á Bonítu í Kópavogi. Hún hefur sérhæft sig í slíku og er alveg ótrúlega fær og fagleg á sínu sviði. Ég fór fyrst...


Þorskur í sítrónusósu

Gudrun Hrund

  Þorskur í sítrónusósu fyrir 4 olía, til steikingar hveiti 800 g þorskur, hnakkastykki, eða annar hvítur fiskur  salt svartur pipar Veltið stykkjunum upp úr hveiti og saltið og piprið. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn við meðalhita í u.þ.b. 3-4 mín á hvorri hlið (fer eftir þykkt bitanna).  Sítrónusósa: olía 1 hvílauksgeiri, saxaður  kjúklingakraftur og vatn  2 sítrónur, safi  steinselja, söxuð  Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn. Gætið þess að hann brenni ekki. Bætið þá kjúklingasoði á pönnuna ásamt sítrónusafa og blandið vel saman. Látið malla við meðalhita í 1-2 mín. Setjið nú fiskinn út í og...


Frábær maskari fyrir stutt og nýsprottin augnahár

Gudrun Hrund

Þessi maskari sem reyndist mér vel þegar augnahárin voru farin að  spretta fram aftur eftir lyfjameðferð en voru enn í styttra lagi. Burstinn greiðir vel úr og nær vel til allra háranna. Fæst ekki hér á landi, svo ég viti, en er hægt að panta hér: https://www.benefitcosmetics.com/us/en/product/roller-lash  

  • 1
  • 2